Gæðastjórnunarkerfi Hagtækni


Samþykkt gæðastjórnunarkerfi

Stofan er með gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/210 og byggingarreglugerðar nr. 112/2012 m.s.br. Gæðastjórnunarkerfið er skráð og samþykkt af Mannvirkjastofnun Íslands. Tilgangurinn er að tryggja að öll starfsemi sé samkvæmt reglum.

Starfsemi

Stofan er með tvær starfsstöðvar, önnur er að Refsholti 7 í Skorradal og hin að Melhaga 20 í Reykjavík.
Verkefni stofunnar felast aðallega í hönnun sumarhúsa, einbýlishúsa, iðnaðarhúsa og gerð skipulagsáætlana. Einnig sérhæfir stofan sig í gerð kostnaðaráætlana og tilboðsútreikninga.
Lögð er áhersla á heildstæða hönnun og því innifela verkefnin yfirleitt bæði aðaluppdrætti, verkfræðiuppdrætti, ásamt kostnaðaráætlun.

Lög, reglugerðir, staðlar og reglur

Stofan fylgir byggingareglugerð, fyrirmælum Mannvirkjastofnunar og öðrum gildandi lögum, stöðlum og reglum, eftir því sem við á,
í störfum sínum.
Lög um mannvirki nr. 160/2010
Byggingarreglugerð nr. 112/2012
Leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar um gæðastjórnunarkerfi hönnuða og hönnunarstjóra
Skoðunarhandbók Mannvirkjastofnunar um gæðastjórnunarkerfi hönnuða
Staðlar. Allir viðeigandi byggingarstaðlar.
Siðareglur. Stofan virðir siðareglur Tæknifræðingafélags Íslands

Verkaskrá

Í verkaskrá eru skráð eftirfarandi: Númer verks í tímaröð frá stofnun stofunnar. Ártal við upphaf verks. Heiti verks, sem er yfirleitt staðfang þess. Tegund verks þ.e. aðaluppdrættir, verkfræðiuppdrættir, kostnaðarútreikningar o.s.frv. Nafn verkkaupa og nafn á tengilið verkkaupa, ef hann er annar en verkkaupi.
Verkaskrá er til í nokkrum útgáfum. Verkaskrá í tímaröð frá stofnun stofunnar, með upplýsingum um verkið og verkkaupa, má finna hér: Verkaskrá í verknúmeraröð. Verkaskrá þar sem heitum verka er raðað í stafrófsröð má finna hér: Verkaskrá í stafrófsröð. Einnig má finna verkaskrár þar sem verk eru flokkuð eftir gerð í „Sumarhús“ „Íbúðarhús“ „Atvinnuhús“ og „Skipulag“ á viðkomandi undirsíðum vefsins (hagtaekni.is). Þar má einnig finna lokaútgáfu allra útgefinna uppdrátta viðkomandi verks á pdf-formi. Öll gögn vefsins eru vistuð í vefkerfi stofunnar (Dreamweaver) í möppunni (C:)/Users/Ingólfur/Hagtækni og hjá vistunaraðila vefsins, sem er Síminn hf – Gagnanet, Ármúla 25, IS-108 Reykjavík.
Verkaskrá er einnig til á Excel-formi í bókhaldskerfi stofunnar (C:)/Users/Ingólfur/My Documents/Bókhald. Í verkaskrá bókhaldskerfis er til viðbótar skráð kennitala og heimilisfang verkkaupa, ásamt nafni tengiliðar.

Menntun og hæfni starfsmanna

Stofan hefur einn fastan starfsmann, sem er jafnframt stofnandi stofunnar og eigandi. Aðrir sem koma að verkefnum stofunnar eru undirverktakar.
Starfsmaður er Ingólfur Margeirsson, byggingatæknifræðingur B.Sc. (prófskírteini) (löggilding)
Nánari upplýsingar um menntun, starfsferil, löggildingar, námskeið og tölvukunnáttu starfsmanns, ásamt öllum gögnum sem því tengjast má finna í Starfsferilsskrá.

Starfsábyrgðartrygging

Starfsmaður stofunnar er með starfsábyrgðartryggingu fyrir löggilta hönnuði hjá VÍS. Skírteini nr. 01.01.7302488. Skilmáli AP27.
Vátryggingarfjárhæð er kr. 13.173.000,00 í hverju tjóni, samtals kr. 39.519.000,00

Skjalavarsla

Gögn eru á tvenns konar formi, annars vegar á pappír og hins vegar á rafrænu formi.
Prentuð gögn:
Öll verk fá sértaka möppu í skjalasafni merkta með verknúmeri og heiti verks. Í möppunum eru geymd öll skjöl sem hafa orðið til á pappírsformi, prentuð eða handskrifuð, s.s. mælingar, útreikningar, samningar, ábyrgðaryfirlýsingar, fundargerðir, athugasemdir byggingarfulltrúa, samskipti við byggingarstjóra, aðra hönnuði, verktaka, verkkaupa og önnur tilfallandi bréf. Tölvupóstar eru ekki geymdir á pappírsformi. Frumrit eldri uppdrátta á pappírsformi (transparent) sem gerðir voru fyrir tölvuvæðingu stofunnar árið 1998 eru geymd í sérstökum teikningaskáp á starfsstöð, Refsholti 7, Skorradal.
Rafræn gögn:
Netfang stofunnar er "ingolfur@hagtaekni.is" Vistunaraðili netfangakerfis er Síminn hf. Öll samskipti í gegnum netfangið eru vistuð í netfangakerfinu. Hvert verk fær ákveðna möppu með heiti verksins. Samskipti í gegnum netfangið við leyfisveitanda og skoðunarstofu gæðastjórnunarkerfis eru geymd á sama stað í möppunni "Mannvirkjastofnun".
Önnur rafræn gögn eru geymd á aðaltölvu stofunnar. Öll verk fá þar sérstaka möppu með heiti verksins. Þar eru geymd öll rafræn gögn viðkomandi verks, s.s. AutoCad uppdrættir, bæði á dwg-formi og einnig allir útgefnir uppdrættir á pdf-formi, ásamt Excel- og Wordskjölum. Þar eru einnig geymdar ljósmyndir sem tengjast viðkomandi verki.

Uppdrættir

Uppdrættir eru merktir á eftirfarandi hátt:
Verknúmer. Þriggja stafa tala í hlaupandi röð frá stofnun stofunnar
Heiti verks. Yfirleitt er það staðfang þess
Tegund verks. Flokkað er eftir notkun mannvirkis
Heiti uppdráttar. Viðfangsefni uppdráttar ásamt mælikvarða
Númer uppdráttar. Þriggja stafa tala. Tillöguuppdrættir og deiliskipulagsuppdrættir eru númeraðir frá 001 - 099. Aðaluppdrættir eru númeraðir frá 101-199. Burðarþolsuppdrættir eru númeraðir frá 201-299. Lagnauppdrættir eru númeraðir frá 301-399. Aðrir uppdrættir eru númeraðir frá 401-999

Hugbúnaður

Allur hugbúnaður sem notaður er á stofunni er löglegur. Hugbúnaður í notkun er m.a.: AutoCad Architecture 2016, Microsoft Office, Dreamweaver CS4 og Norton vírusvörn.

Innra Eftirlit

Hönnunargögn almennt:
Allar teikningar og önnur hönnunargögn eru rýnd af öðrum óháðum byggingartæknifræðingi skv. samningi þar um. Athugasemdir og staðfesting á rýni fylgir hönnunargögnum hvers verks.
Byggingarnefndar- og verkfræðiteikningar:
Allar byggingarnefndarteiknigar og verkfræðiteikningar sem skilað er inn til byggingarfulltrúa eru gerðar og yfirfarnar með hliðsjón af útgefnum gátlistum þeirra um þau atriði sem við á. Útfylltir gátlistar fylgja hönnunargögnum hvers verks.
(Gátlisti aðaluppdrátta) (Gátlisti burðarvirkisuppdrátta) (Gátlisti lagnauppdrátta)
Verkfræðiútreikningar og deililausnir:
Verkfræðiútreikningar eru bornir saman við eldri útreikninga sambærilegra verka. Það sama á við um deililausnir. Við lausnir á óvenjulegum tilfellum eru útreikningar sannreyndir með því að reikna með a.m.k. tvenns konar nálgun. Einnig er leitað eftir áliti kollega eða annarra með sérþekkingu á viðkomandi verkefni.
Kostnaðarútreikningar:
Öll einingaverð í kostnaðarverðbanka eru frumþáttagreind í efnis-, vinnu- og vélaliði. Frumþættirnir eru endurskoðaðir á hverju ári og ný einingaverð endurreiknuð. Innan ársins eru einingaverð framreiknuð með byggingarvísitölu.
Afritataka:
Afrit af öllum rafrænum gögnum eru tekin a.m.k. einu sinni á ári og geymd á sérstökum hörðum diski, sem geymdur er í öðru húsnæði en aðaltölva stofunnar.
Vírusvörn:
Nýjasta útgáfa af vírusvarnarforriti frá Norton er ávallt til og uppsett á tölvum stofunnar.

Annað eftirlit

Gegnsæi er eitt af markmiðum stofunnar. Það felst meðal annars í því gæðakerfinu er lýst á opnum vef stofunnar. Einnig eru allir útgefnir uppdrættir birtir þar. Þannig hafa allir aðilar að verkunum s.s. verkkaupar, eftirlitsaðilar, verktakar, bæði aðalverktakar og undirverktakar, tilboðsgjafar og byggingarefnissalar frjálsan aðgang að öllum uppdráttum og geta þannig frekar gert athugasemdir og bent á það sem betur mætti fara.




síðast uppfært: 30.12.2015